Um FM-útvarpið
FM-útvarp símans virkar eins og hvert annað útvarpstæki. Þú getur til dæmis leitað að
og hlustað á FM-útvarpsstöðvar og vistað þær sem uppáhald. Þú þarft að tengja
heyrnartól eða handfrjálsan búnað með snúru við símann til að nota útvarpið. Þetta er
vegna þess að heyrnartólin virka einnig sem loftnet. Þegar slíkur búnaður hefur verið
tengdur er hægt að láta hljóð útvarpsins heyrast í hátalara símans ef vill.
Þegar FM-útvarpið er opnað sjást tiltækar stöðvar sjálfkrafa. Bjóði stöð upp á RDS-
upplýsingar sjást þær örfáum sekúndum eftir að þú byrjar að hlusta á stöðina.
Til að kveikja á FM-útvarpinu
1
Tengdu höfuð- eða heyrnartól við símann.
2
Á Heimaskjár pikkarðu á .
3
Finndu og pikkaðu á FM-útvarp . Tiltækar rásir birtast þegar þú flettir í
gegnum tíðnisviðið.
Þegar FM-útvarpið er ræst sjást tiltækar stöðvar sjálfkrafa. Bjóði stöð upp á RDS-upplýsingar
sjást þær örfáum sekúndum eftir að þú byrjar að hlusta á stöðina.
Flakkað á milli útvarpsstöðva
Hægt er að flakka á milli útvarpsrása á tíðnisviði með því að:
•
Fletta upp og niður.
•
Draga.
•
Banka á rás eða RDS-upplýsingar (auðkenni rásar) ef það er hægt.
FM-útvarpsyfirlit
1
Upp í fyrra uppáhald (mögulegt þegar uppáhald er vistað)
2
Stillt tíðni
3
Rás vistuð eða fjarlægð úr uppáhaldi
4
Niður í næsta uppáhald (mögulegt þegar uppáhald er vistað)
5
Vistuð uppáhaldsstöð
6
Útvarpsrofi
7
RDS-straumaupplýsingar (Radio Data System) – ekki í boði í öllum löndum/svæðum
8
Opna TrackID™ forrit
62
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.