Sony Xperia E - Stillingar myndupptökuvélar

background image

Stillingar myndupptökuvélar

Til að stilla stillingar upptökuvélarinnar

1

Kveiktu á myndavélinni.

2

Ef myndupptökuvélin er ekki valin skaltu draga að .

3

Pikkaðu á eitt af stillingartáknunum á vinstrihlið skjásins.

4

Ýttu á til að birta allar stillingar.

5

Veldu stillinguna sem þú vilt breyta, breyttu henni síðan.

Sérstilling stillingaskjás upptökuvélar

1

Þegar upptökuvélin hefur verið opnuð ýtirðu á til að birta allar stillingar.

2

Styddu á stillinguna sem á að færa og dragðu hana á sinn stað.

Ef þú dregur stillinguna út fyrir stillingaskjáinn er hætt við breytinguna.

Yfirlit yfir stillingar myndupptökuvélar

Umhverfi

Umhverfiseiginleikinn gerir þér kleift að setja upp myndavélina á fljótlegan hátt fyrir

algengar aðstæður með því að nota forstilltar umhverfisstillingar. Myndavélin ákvarðar

ýmsar stillingar sem passa við valið umhverfi og tryggja myndgæði hreyfimyndarinnar.

68

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Slökkt

Slökkt er á umhverfiseiginleika og hægt er að taka myndskeið handvirkt.

Næturmynd

Þegar næturstillingin er virk er ljósnæmi aukið. Notað í illa lýstu umhverfi. Myndskeið af hlutum á

mikilli hreyfingu gætu orðið óskýr. Haltu hendinni stöðugri eða notaðu stuðning. Slökktu á

næturstillingunni þegar birtuskilyrði eru góð til að bæta myndgæðin.

Íþróttir

Notað fyrir myndskeið af hlutum á mikilli hreyfingu. Stuttur lýsingartími dregur úr óskýrleika vegna

hreyfingar.

Lokhraðagildi

Þessi stilling gerir þér kleift að ákveða magn ljóss á myndinni sem á að taka. Hærra gildi gefur til

kynna hærra birtustig.

Hvítjöfnun (ljósgjafi)

Hvítjöfnunarstillingin stillir litajafnvægið í samræmi við birtuskilyrði.

Sjálfvirk

Stillir litajafnvægið sjálfkrafa að birtuskilyrðum.

Ljósapera

Stillir litajafnvægi fyrir hlýja birtu, eins og í lýsingu frá ljósaperum.

Flúrljós

Stillir litajafnvægið að flúrlýsingu.

Dagsbirta

Stillir litajafnvægið fyrir sólskin utandyra.

Skýjað

Stillir litajafnvægið að skýjuðu veðri.

Sjálfvirk tímastilling

Með tímastillinum er hægt að taka upp myndskeið án þess að halda á símanum.

Notað til að taka upp myndskeið af hóp þar sem allir geta verið á myndskeiðinu. Þú

getur einnig notað tímastilli til að koma í veg fyrir að myndavélin hristist við upptöku

myndskeiða.

Kveikt (10 sek.)

Stilltu á 10 sekúndna töf frá því að pikkað er á myndavélarskjáinn þar til að myndskeið er tekið upp.

Kveikt (2 sek.)

Stilltu á 2 sekúndna töf frá því að pikkað er á myndavélarskjáinn þar til að myndskeið er tekið upp.

Slökkt

Myndupptakan hefst um leið og þú pikkar á myndavélarskjáinn.

Tökuaðferð

Veldu aðferðina sem þú notar til að taka upp myndskeið.

Skjáhnappur

Taktu myndskeiðið upp með því að nota skjáhnappinn á myndavélaskjánum.

Snertimyndataka

Veldu fókussvæði með því að snerta myndavélarskjáinn með fingrinum.

Aðeins myndavélarhn.

Taktu aðeins upp myndskeið með því að nota myndavélartakkann.

Hljóðnemi

Veldu hvort taka á upp hljóð þegar myndskeið eru tekin upp.

69

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Lokarahljóð

Veldu að kveikja eða slökkva á lokarahljóði þegar þú tekur upp myndskeið.

70

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.