Sony Xperia E - Myndavélarstillingar

background image

Myndavélarstillingar

Til að stilla myndavélastillingar

1

Kveiktu á myndavélinni.

2

Ef myndavélin er ekki valin skaltu draga að .

3

Pikkaðu á eitt af stillingartáknunum á vinstrihlið skjásins.

4

Ýttu á til að birta allar stillingar.

5

Veldu stillinguna sem þú vilt breyta, breyttu henni síðan eftir vild.

Sérstilling stillingaskjás myndavélar

1

Þegar myndavélin hefur verið opnuð ýtirðu á til að birta allar stillingar.

2

Styddu á stillinguna sem á að færa og dragðu hana á sinn stað.

Ef þú dregur stillinguna út fyrir stillingaskjáinn er hætt við breytinguna.

Yfirlit yfir stillingar myndavélar

Umhverfi

Notaðu umhverfiseiginleikann til að stilla myndavélina á fljótlegan hátt fyrir algengar

aðstæður með forstilltum umhverfisstillingum. Myndavélin velur stillingar sem passa

við valið umhverfi, til að tryggja bestu mögulegu myndina.

Slökkt

Slökkt er á umhverfiseiginleika og hægt er að taka myndir handvirkt.

Næturmynd

Notað þegar myndir eru teknar að nóttu til eða í dauflýstu umhverfi. Vegna langs lýsingartíma verður

að halda myndavélinni kyrri eða á stöðugu yfirborði.

Íþróttir

Notað við töku af myndefni á mikilli hreyfingu. Stuttur lýsingartími dregur úr óskýrleika vegna

hreyfingar.

Lokhraðagildi

Veldu birtustig myndarinnar sem á að taka. Hærra gildi gefur til kynna hærra birtustig.

Hvítjöfnun (ljósgjafi)

Hvítjöfnunarstillingin stillir litajafnvægið í samræmi við birtuskilyrði.

Sjálfvirk

Stillir litajafnvægið sjálfkrafa að birtuskilyrðum.

Ljósapera

Stillir litajafnvægi fyrir hlýja birtu, eins og í lýsingu frá ljósaperum.

Flúrljós

Stillir litajafnvægið að flúrlýsingu.

Dagsbirta

Stillir litajafnvægið fyrir sólskin utandyra.

66

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Skýjað

Stillir litajafnvægið að skýjuðu veðri.

Sjálfvirk tímastilling.

Með tímastillingunni er hægt að taka mynd án þess að halda á símanum. Notaðu

þennan eiginleika til að taka sjálfsmyndir eða hópmyndir þar sem allir geta verið á

myndinni. Þú getur einnig notað tímastilli til að forðast að myndavélin hristist við

myndatöku.

Kveikt (10 sek.)

Veldu 10 sekúndna bið frá því að pikkað er á myndavélarskjáinn þar til að myndin er tekin.

Kveikt (2 sek.)

Veldu 2 sekúndna bið frá því að pikkað er á myndavélarskjáinn þar til að myndin er tekin.

Slökkt

Mynd er tekin um leið og þú pikkar á myndavélarskjáinn.

Hnitamerking

Merktu myndir með upplýsingum um hvar þær voru teknar.

Kveikt

Þegar kveikt er á hnitamerkingu er námunduð landfræðileg staðsetning vistuð með myndum þegar þú

tekur þær. Til að nota hnitamerkingu þarftu að gera staðsetningareiginleika virka í Stillingar

valmyndinni. Til að hægt sé að vista hnitamerkingu með mynd þarf að ákveða staðsetningu áður en

mynd er tekin. Staðsetning er greind þegar birtist á myndavélarskjánum. Á meðan tækið þitt

ákvarðar staðsetningu sést .

Slökkt

Þegar slökkt er á hnitamerkingu er ekki hægt að sjá staðsetningu myndatökunnar.

Tökuaðferð

Veldu aðferðina sem þú notar til að taka myndir.

Skjáhnappur

Taktu mynd með því að pikka á skjáhnappinn á myndavélaskjánum. Myndin er tekin um leið og þú

tekur fingurinn af.

Snertimyndataka

Veldu fókussvæði með því að snerta myndavélarskjáinn með fingrinum. Myndin er tekin um leið og þú

tekur fingurinn af. Þetta á aðeins við um þegar fókusstilling er stillt á snertifókus.

Aðeins myndavélarhn.

Taktu mynd aðeins með því að nota myndavélartakkann. Myndin er tekin um leið

og þú tekur fingurinn af.