Sony Xperia E - Um myndavélina

background image

Um myndavélina

Með myndavél símans getur þú tekið venjulegar tvívíddarmyndir. Sendu vinum þínum

myndir og myndskeið sem margmiðlunarskilaboð eða sendu þau inn á vefþjónustu.

Yfirlit yfir myndavélarstýringar

1

Auka eða minnka aðdrátt

2

Aðalskjár myndavélar

3

Skipta á milli myndavélar og myndupptöku

4

Myndavélartakki – Kveikja á myndavél/taka myndir/taka upp myndskeið

5

Birta allar stillingar

6

Taka myndir eða taka upp myndskeið

7

Fara aftur um eitt skref eða loka myndavélinni

8

Skoða myndir og myndskeið

9

Tákn fyrir myndavélastillingu

Ábendingar um notkun myndavélarinnar

Þriðjungsreglan

Ekki hafa myndefnið í miðjum rammanum. Niðurstaðan er betri ef þú stillir því upp

þriðjung inn á rammanum.

Haltu henni stöðugri

Haltu myndavélinni stöðugri til að forðast óskýrar myndir. Reyndu að styðja hendinni

við stöðugt yfirborð til að halda henni stöðugri.

Færðu þig nær

Ef þú færir þig eins nálægt myndefninu og hægt er geturðu látið það fylla út í

myndavélarskjáinn.

Hugaðu að fjölbreytni

Hugaðu að mismunandi sjónarhornum og færðu þig nær myndefninu. Taktu lóðréttar

myndir. Prófaðu mismunandi stöður.

Notaðu látlausan bakgrunn

Látlaus bakgrunnur dregur myndefnið fram.

Haltu linsunni hreinni

Farsímar eru notaðir í alls konar veðri og á alls konar stöðum og bornir um í vösum og

töskum. Þetta veldur því að myndavélarlinsan verður skítug og þakin fingraförum.

Notaðu mjúkan klút til að þrífa linsuna.

64

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.