
Upptaka myndskeiða
Myndskeið tekið upp með myndavélartakkanum
1
Kveiktu á myndavélinni.
2
Ef myndupptökuvélin er ekki valin skaltu draga að .
3
Ýttu á myndavélartakkann til að hefja myndupptöku.
4
Ýttu aftur á myndavélartakkann til að stöðva upptökuna.
Taktu upp myndskeiðið þitt í láréttri stöðu til að fá bestu útkomuna.
67
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

Myndskeið tekið upp með því að pikka á skjáinn
1
Kveiktu á myndavélinni.
2
Ef myndupptökuvélin er ekki valin skaltu draga að .
3
Ýttu á til að birta allar stillingar.
4
Pikkaðu á Tökuaðferð > Snertimyndataka ef það er ekki valið nú þegar.
5
Pikkaðu á myndavélarskjáinn til að hefja myndupptöku.
6
Pikkaðu á myndavélaskjáinn til að stöðva upptökuna.
Taktu upp myndskeiðið þitt í láréttri stöðu til að fá bestu útkomuna.
Myndskeið tekið upp með því að pikka á skjáhnappinn
1
Kveiktu á myndavélinni.
2
Ef myndupptökuvélin er ekki valin skaltu draga að .
3
Ýttu á til að birta allar stillingar.
4
Pikkaðu á Tökuaðferð, veldu síðan Skjáhnappur ef það er ekki valið nú þegar.
5
Beittu myndavélinni að viðfangsefninu.
6
Pikkaðu á til að hefja upptöku.
7
Pikkaðu á til að hætta upptöku.
Taktu upp myndskeiðið þitt í láréttri stöðu til að fá bestu útkomuna.
Til að spila upptekin myndskeið
1
Kveiktu á myndavélinni.
2
Ef myndupptökuvélin er ekki valin skaltu draga að .
3
Pikkaðu á smámyndirnar neðst á skjánum.
4
Flettu til vinstri eða hægri til að fletta í gegnum allar myndir og myndskeið.
Myndskeið eru merkt með .
5
Pikkaðu á til að spila myndskeið.
6
Til að stöðva spilun myndskeiðs pikkarðu á eða .
Þú getur einnig flett smámyndunum frá hægri til vinstri til að finna skrána sem þú vilt spila.
Uppteknu myndskeiði eytt
1
Flettu að því myndskeiði sem þú vilt eyða.
2
Pikkaðu á skjáinn svo birtist.
3
Pikkaðu á .
4
Pikkaðu á Í lagi til að staðfesta.