
Kveikt og slökkt á símanum
Til að kveikja á símanum
1
Haltu inni aflrofanum á hægri hlið símans þangað til hann titrar.
2
Ef skjárinn dekkist skaltu ýta stutt á rofann til að virkja skjáinn.
3
Til að opna skjáinn dregurðu til hægri yfir skjáinn.
4
Sláðu inn PIN-númerið fyrir SIM-kortið, ef beðið er um það, og veldu Í lagi.
5
Hinkraðu augnablik þar til síminn ræsist.
PIN-númer SIM-kortsins er upprunalega veitt af símafyrirtæki þínu en þú getur breytt því
seinna í valmyndinni Stillingar. Til að leiðrétta villu þegar þú slærð inn PIN-númer SIM-kortsins
pikkarðu á
.
Slökkt á símanum
1
Haltu rofanum inni þar til valkostavalmyndin opnast.
2
Í valkostavalmyndinni pikkarðu á Slökkva.
3
Bankaðu á Í lagi.
Nokkur tími getur liðið þar til slokknar alveg á símanum.