
Meðhöndlun símtala
Þú getur notað tvö SIM-kort og skipt frá einu korti yfir í annað eins og þarf. Þegar þú
notar eitt SIM-kort til að fást við hringingar, er slökkt sjálfkrafa á hinu SIM-kortinu.
Hægt er að hringja með því að slá inn símanúmer, með því að pikka á símanúmer í
tengiliðalista símans eða með því að pikka á símanúmerið á símtalaskráskjánum. Þú
getur einnig notað snjallvalseiginleika til að finna númer fljótt úr tengiliðalista og
símtalaskrám.
Hringt
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á Sími.
3
Sláðu inn símanúmer viðtakandans og pikkaðu á Hringja. Til að eyða númeri
pikkarðu á .
Til að ljúka símtali
•
Bankaðu á .
Millilandasímtal
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á Sími.
3
Styddu á 0 þar til „+“ merki birtist.
4
Sláðu inn landsnúmerið, svæðisnúmer (án fyrsta núllsins) og símanúmerið og
pikkaðu svo á Hringja.
Símtali svarað
•
Dragðu til hægri á skjánum.
Ef þú ert að nota heyrnartól án hljóðnema þarftu að taka þau úr sambandi við höfuðtólstengið
til að svara símtali.
Til að hafna símtali
•
Dragðu til vinstri yfir skjáinn.
37
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

Öðru símtali hafnað
•
Þegar þú heyrir endurtekinn tón meðan á símtali stendur skaltu draga yfir
skjáinn.
Til að breyta hljóðstyrknum meðan á símtali stendur
•
Ýttu hljóðstyrkstakkanum upp eða niður.
Kveikt á hátalaranum meðan á símtali stendur
•
Bankaðu á .
Hljóðið tekið af hljóðnemanum meðan á símtali stendur
•
Bankaðu á .
Skjárinn virkjaður meðan á símtali stendur
•
Ýttu á .
Til að slá inn tölur meðan símtal er í gangi
1
Meðan símtal er í gangi bankarðu á . Þá birtist takkaborð.
2
Sláðu inn tölurnar.
Slökkt á hringitóni fyrir móttekið símtal
•
Þegar þú færð símtal, ýtirðu á hljóðstyrkstakkann.
Síðustu símtöl
Símtalaskránni geturðu skoðað ósvöruð , móttekin og hringd símtöl.
Skoða ósvöruð símtöl
1
birtist á stöðustikunni þegar þú hefur misst af símtali. Dragðu stöðustikuna
niður á við.
2
Pikkaðu á Ósvarað símtal.
Til að hringja í númer úr símtalaskránni
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á Sími. Símtalaskráin birtist á efri hluta skjásins.
3
Til að hringja beint í númer pikkarðu á númerið. Til að breyta númeri áður hringt
er styðurðu á það og pikkar á Breyta númeri fyrir símtal.
Einnig er hægt að hringja í númer með því að pikka á >
Hringja til baka.
Til að bæta númeri úr símtalaskrá við tengiliði
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á Sími. Símtalaskráin birtist á efri hluta skjásins.
3
Styddu á númerið og pikkaðu svo á Bæta við Tengiliði.
4
Pikkaðu á viðeigandi tengilið eða pikkaðu á Búa til nýjan tengilið.
5
Breyttu tengiliðaupplýsingunum og pikkaðu á Lokið.