Sony Xperia E - Notkun texta og margmiðlunarskilaboða

background image

Notkun texta og margmiðlunarskilaboða

Þú getur sent og móttekið textaskeyti frá símanum með SMS. Ef áskriftin þín innifelur

MMS-þjónustu geturðu líka sent og móttekið skeyti sem innihalda miðlaskrár, til

dæmis myndir og myndskeið. Fjöldi stafa sem þú getur sent í einu textaskilaboði er

mismunandi eftir fyrirtæki og tungumáli sem þú notar. Ef þú ferð fyrir hámark stafa, þá

eru öll stök skilaboð tengd saman og send eins og eitt skilaboð. Það er sett gjald á

hvert stakt textaskilaboð sem þú sendir. Þegar þú skoðar skeytin, birtast þau sem

samtöl, sem þýða að öll skeyti til og frá einstaka einstaklingi eru í einum hóp.

Til að senda margmiðlunarskeyti, þarft þú réttar MMS stillingar í símanum. Sjá

Stillingar fyrir

internet og skeyti

á síðu 31.

Til að búa til og senda skilaboð

1

Á Heimaskjár skaltu pikka á og finna og pikka á .

2

Pikkaðu á Nýtt skeyti.

3

Til að bæta viðtakanda við pikkarðu á Setja inn viðtakanda og finnur svo og

merkir við gátreitinn við hliðina á nafni viðtakandans. Til að bæta við fleiri en

einum viðtakanda merkirðu við viðeigandi gátreiti. Þú getur einnig slegið inn

símanúmerið í leitarreitinn og pikkað svo á Bæta við.

4

Þegar þú hefur lokið við að bæta viðtakendum við pikkarðu á Lokið.

5

Pikkaðu á Skrifa skeyti og sláðu inn texta skilaboðanna.

6

Ef vilt setja inn skrá pikkarðu á og velur valkost.

7

Ef þú vilt bæta við eða fjarlægja viðtakendur áður en skilaboðin eru send ýtirðu

á . Pikkaðu á Setja inn viðtakanda til að bæta við viðtakanda. Til að fjarlægja

viðtakanda pikkarðu á Breyta viðtakendum og svo á hjá viðtakandareitnum.

Þegar því er lokið pikkarðu á Lokið.

8

Pikkaðu á Senda til að senda skilaboðin.

Ef þú lokar skilaboðum áður en þau eru send eru þau vistuð sem drög. Samtalið er merkt með

orðinu Drög:.

Lesa móttekið skeyti

1

Á Heimaskjár, pikkarðu á , leitaðu síðan og pikkaðu á .

2

Pikkaðu á viðkomandi samtal.

3

Ef ekki er enn búið að hlaða niður skilaboðinu, pikkarðu á og haltu skilaboðinu

inni, pikkar síðan á Sækja skeyti.

Þegar þú færð texta eða margmiðlunarskilaboð, birtist á stöðustikunni. Til að lesa

skilaboðið, getur þú einnig dregið stöðustikuna niður og pikkað til að fá skilaboðið þegar

stöðustikan er opin.

Skeyti svarað

1

Á Heimaskjár, bankaðu á , bankaðu síðan á Skilaboð.

2

Bankaðu á viðkomandi samtal.

3

Sláðu inn svarið og bankaðu á Senda.

Til að áframsenda skeyti

1

Á Heimaskjár, pikkaðu á , pikkaðu síðan á Skilaboð.

2

Pikkaðu á viðkomandi samtal.

3

Snertu og haltu inni skilaboðinu sem þú vilt framsenda, bankaðu síðan á

Framsenda skeyti

.

4

Veldu viðtakanda úr listanum eða bankaðu á Setja inn viðtakanda og settu inn

viðtakandann sem er ekki á listanum.

5

Breyttu skilaboðunum og bankaðu á Senda.

48

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Til að eyða skeytum

1

Á Heimaskjár, bankaðu á , bankaðu síðan á Skilaboð.

2

Bankaðu á viðkomandi samtal.

3

Snertu og haltu inni skilaboðinu sem þú vilt eyða, bankaðu síðan á Eyða skeyti

> Já.

Til að eyða samtölum

1

Á Heimaskjár, bankaðu á , bankaðu síðan á Skilaboð.

2

Ýttu á og pikkaðu svo á Eyða samtölum.

3

Merktu í gátreit samtalanna sem á að eyða, bankaðu síðan á Eyða.

Númer sendanda vistað fyrir tengilið

1

Á Heimaskjár, bankaðu á , bankaðu síðan á Skilaboð.

2

Bankaðu á samtal.

3

Bankaðu á númer sendandans efst á skjánum.

4

Pikkaðu á .

5

Veldu fyrirliggjandi tengilið eða bankaðu á ef þú vilt búa til nýjan tengilið.

6

Breyttu tengiliðaupplýsingunum og bankaðu á Lokið.

Hringt í sendanda skilaboða

1

Á Heimaskjár pikkarðu á og svo á Skilaboð.

2

Pikkaðu á samtal.

3

Pikkaðu á nafn eða númer viðtakanda efst á skjánum.

4

Ef viðtakandinn er vistaður í tengiliðunum þínum pikkarðu á símanúmerið sem á

að hringja í. Ef viðtakandinn er ekki vistaður í tengiliðum pikkarðu á .

Til að vista skrá sem inniheldur skilaboð sem þú hefur fengið

1

Á Heimaskjár, pikkaðu á , pikkaðu síðan á Skilaboð.

2

Pikkaðu á viðkomandi samtal.

3

Ef ekki hefur verið enn búið að hlaða niður skeytinu, pikkaðu og haltu skeytinu

inni, pikkaðu síðan á Sækja skeyti.

4

Haltu inni skránni sem þú vilt vista, veldu síðan viðkomandi valkost.