
Tenging við þráðlaust netkerfi
Með því að nota Wi-Fi® tækni kemstu þráðlaust á internetið í símanum. Þannig
geturðu vafrað á vefnum og fundið lægra verð á símtölum og gagnaflutningi.
Ef fyrirtækið þitt eða samtök eru með VPN-net, geturðu tengt símann þinn við þetta
net. Þú getur notað VPN til að fá aðgang að innra neti og öðrum innri þjónustum í þínu
fyrirtæki.
Wi-Fi®
Með því að nota Wi-Fi® tækni kemstu þráðlaust á internetið í símanum. Ef þú vilt fara
á internetið með Wi-Fi® tengingu þarftu fyrst að finna og tengjast Wi-Fi® neti.
Sendistyrkur Wi-Fi® nets getur verið mismikill eftir staðsetningu símans þíns.
Sendistyrkurinn eykst eftir því sem þú færist nær aðgangsstað Wi-Fi® netsins.
Til að kveikja á Wi-Fi®
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á Stillingar.
3
Pikkaðu á 〇 við hliðina á Wi-Fi svo 〇 breytist í |. Síminn leitar að tiltækum Wi-
Fi® netkerfum.
Hugsanlega líða nokkrar sekúndur þar til Wi-Fi® verður virkt.
Til að tengjast Wi-Fi® neti
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á Stillingar.
3
Gakktu úr skugga um að kveikt sé á Wi-Fi® valkostinum. Pikkaðu á Wi-Fi.
4
Wi-Fi® net sem eru tiltæk birtast. Netkerfi í boði geta verið opin eða örugg. Opin
net eru sýnd með og örugg net eru sýnd með við hliðina á heiti Wi-Fi®
netsins.
5
Pikkaðu á Wi-Fi® net il að tengjast því. Ef þú reynir að tengjast við öruggt Wi-
Fi® net ertu beðin/n um að slá inn lykilorð. er birt á stöðustikunni þegar
tengingu er komið á.
Síminn þinn man Wi-Fi® netkerfi sem þú hefur tengst. Næst þegar þú ert á svæði Wi-Fi®
netkerfis sem þú hefur tengst við áður tengist síminn sjálfkrafa við það.
Á sumum stöðum krefjast Wi-Fi® net þess að þú skráir þig inn á vefsíðu áður en þú getur
opnað netkerfið. Hafðu samband við umsjónaraðila Wi-Fi® netsins varðandi nánari
upplýsingar.
Til að tengjast öðru Wi-Fi® neti
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á Stillingar > Wi-Fi. Tiltæk Wi-Fi® net birtast.
3
Pikkaðu á annað Wi-Fi® net til að tengjast því.
Til að leita handvirkt að Wi-Fi® netum
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á Stillingar > Wi-Fi.
3
Pikkaðu á Leita. Síminn leitar að Wi-Fi® neti og birtir tiltæk net í lista.
4
Pikkaðu á Wi-Fi® net á listanum til að tengjast netinu.
85
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

Til að bæta Wi-Fi® neti við handvirkt
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á Stillingar > Wi-Fi.
3
Pikkaðu á Bæta við neti.
4
Sláðu inn SSID-netkerfis fyrir símkerfið.
5
Pikkaðu á Öryggi-reitinn til að velja öryggisgerð.
6
Sláðu inn lykilorð ef beðið er um það.
7
Pikkaðu á Vista.
Hafðu samband við umsjónaraðila Wi-Fi® kerfisins til að fá heiti SSID netkerfis og lykilorð
þráðlausa netsins.
Ítarlegar Wi-Fi® stillingar
Áður en þú bætir Wi-Fi® símkerfi við handvirkt þarftu að kveikja á Wi-Fi® stillingum í
símanum.
Staða Wi-Fi® símkerfis
Þegar tengst er við Wi-Fi® net eða þegar Wi-Fi net® eru tiltæk í nágrenninu er hægt
að sjá stöðu þessara Wi-Fi® neta. Þú getur einnig látið símann tilkynna þér þegar
hann finnur opið Wi-Fi® net.
Til að kveikja á tilkynningum fyrir Wi-Fi® net
1
Kveiktu á Wi-Fi®, ef ekki er þegar kveikt á því.
2
Á Heimaskjár pikkarðu á .
3
Finndu og pikkaðu á Stillingar > Wi-Fi.
4
Ýttu á .
5
Pikkaðu á Ítarlegt.
6
Merktu við gátreitinn Kerfistilkynning.
Til að skoða ítarlegar upplýsingar um tengt Wi-Fi® net
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á Stillingar > Wi-Fi.
3
Pikkaðu á Wi-Fi® netið sem þú ert tengd/ur við sem stendur. Ítarlegar
netupplýsingar birtast.
Wi-Fi® biðstaða
Með því að bæta við Wi-Fi® biðstöðu geturðu tilgreint hvenær skipta á úr Wi-Fi yfir í
gagnatengingu.
Ef þú hefur ekki tengst við Wi-Fi® net notar síminn gagnatengingu til að fá aðgang að
internetinu (ef þú hefur sett upp og gert gagnatengingu virka í símanum).
Til að bæta við Wi-Fi® svefnreglu
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á Stillingar > Wi-Fi.
3
Ýttu á .
4
Pikkaðu á Nánari upplýsingar.
5
Pikkaðu á Hafa kveikt á Wi-Fi í svefni.
6
Veldu valkost.
Gagnatengingu farsímans deilt
Hægt er að deila gagnatengingu farsímans með einni tölvu með því að nota USB-
snúru. Þessi aðgerð er kölluð USB-tjóðrun. Einnig er hægt að deila gagnatengingu
farsímans með allt að átta tækjum á sama tíma, með því að breyta símanum í
færanlegan Wi-Fi® heitan reit.
Þegar síminn deilir gagnatengingu sinni, eftirfarandi tákn birtist í stöðustikunni eða á
tilkynningarspjaldinu:
86
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

USB-tjóðrun er virk
Færanlegur Wi-Fi® heitur reitur er virkur
Gagnatengingu deilt með USB-snúru
1
Slökktu á öllum USB-tengingum við tækið.
2
Notaðu USB-snúruna sem fylgdi tækinu til að tengja tækið við tölvu.
3
Dragðu stöðustikuna niður og pikkaðu svo á .
4
Pikkaðu á Meira... > Tjóðrun og færanlegur heitur reitur.
5
Merktu í gátreitinn USB-tjóðrun. birtist í stöðustikunni þegar þú hefur tengst.
6
Afmerktu USB-tjóðrun gátreitinn eða aftengdu USB-snúruna til að hætta að
deila gagnatengingunni.
Þú getur ekki deilt gagnatengingu tækisins og SD-korti yfir USB-snúru samtímis.
Tækið þitt notað sem ferða Wi-Fi® heitan reit
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á Stillingar > Meira... > Tjóðrun og færanlegur heitur reitur.
3
Pikkaðu á Stillingar heits Wi-Fi reits > Stilla heitan Wi-Fi-reit.
4
Sláðu inn SSID-netkerfis fyrir netkerfið. Pikkaðu á Öryggi-reitinn til að velja
öryggisgerð.
5
Sláðu inn lykilnúmer ef beðið er um það.
6
Pikkaðu á Vista.
7
Merktu við Færranlegur heitur Wi-Fi-reitur gátreitinn. Tækið þitt byrjar að senda
Wi-Fi netkerfi sitt sem er nefnt (SSID). Hægt er að tengja allt að átta tölvur eða
önnur tæki við þetta netkerfi.
8
Afmerktu Færranlegur heitur Wi-Fi-reitur gátreitinn þegar þú vilt hætta að deila
gagnatengingum í gegnum Wi-Fi®.
Til að breyta heiti eða tryggja heita reitinn
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á Stillingar > Meira... > Tjóðrun og færanlegur heitur reitur.
3
Pikkaðu á Stilla heitan Wi-Fi-reit.
4
Sláðu inn SSID-netkerfis fyrir símkerfið.
5
Til að velja gerð öryggis pikkarðu á Öryggi.
6
Sláðu inn lykilorð ef beðið er um það.
7
Pikkaðu á Vista.