Yfirlit yfir stillingar símans
Lærðu að þekkja stillingarnar í símanum þannig að þú getir sérsniðið þær eftir þörfum
þínum.
Wi-Fi
Kveiktu eða slökktu á Wi-Fi®, leitaðu að tiltækum Wi-Fi®
netum eða bættu Wi-Fi® neti við.
Bluetooth
Kveiktu eða slökktu á Bluetooth™, leitaðu að tiltækum
Bluetooth™ tækjum og gerðu símann sýnilegan eða
ósýnilegan öðrum Bluetooth™ tækjum.
Gagnanotkun
Kveiktu eða slökktu á farsímagagnaumferð og fylgstu
með gagnanotkun þinni yfir tiltekinn tíma.
Meira...
Kveiktu eða slökktu á flugstillingu, stilltu VPN stillingar og
farsímakerfi og deildu farsímatengingu símans sem
færanlegum heitum Wi-Fi® reit eða í gegnum USB-
tjóðrun eða Bluetooth™ tjóðrun.
Símtalsstillingar
Stjórnaðu og stilltu stillingar fyrir fast númeraval, talhólf
og netsímtöl.
Hljóð
Stilltu hvernig síminn hringir, titrar eða varar þig við á
annan hátt þegar þú færð boðsendingar. Þú getur einnig
notað þessar stillingar til að stilla hljóðstyrkinn fyrir
tónlist, myndskeið, leiki eða annað efni, ásamt því að
stilla tengd atriði.
Skjár
Láttu skjáinn skipta um stefnu þegar þú snýrð símanum.
Þú getur einnig stillt birtustig, leturstærð, veggfóður og
tíma skjávara.
Geymsla
Athugaðu plássið sem er í boði í innri geymslu símans
og á SD-kortinu. Þú getur einnig eytt af SD-kortinu eða
aftengt það svo óhætt sé að fjarlægja það.
Rafhlaða
Skoðaðu hleðslu rafhlöðunnar. Þú getur einnig séð
hversu lengi síminn hefur gengið á rafhlöðunni og
hvernig ólík forrit nota rafmagn.
Forrit
Hafðu umsjón með forritum sem eru í gangi, sóttum
forritum og forritum á SD-kortinu.
Xperia™
Stilltu USB-tengistillingu, gerð nettengingar og
internetstillingar. Þú getur einnig gert eiginleika
Facebook virka innan forrita.
Pósthólf og samstilling
Gerðu símanum kleift að samstilla gögn við þau
samstillingapósthólf sem þú bætir við.
Staðsetningarþjónusta
Kveiktu eða slökktu á staðsetningarþjónustu Google,
GPS-gervitunglum og Staðsetningu og Google leit.
Öryggi
Verndaðu símann með því að velja ólíkar læsingar og
lykilorð. Þú getur einnig leyft uppsetningu forrita sem eru
ekki frá Google Play™.
Tungumál og innsláttur
Veldu tungumál símans, stilltu valkosti textainnsláttar,
bættu orðum við persónulega orðabók og stilltu stillingar
tals.
107
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Öryggisafrit og
núllstilling
Taktu öryggisafrit af gögnum og núllstillta símann.
Dagsetning & tími
Stilltu tíma og dagsetningu eða veldu að nota gildi fengin
af neti. Veldu kjörstillta dagsetningu og tímasnið.
Aðgengi
Kveiktu á uppsettum aðgangsforritum og stilltu tengdar
stillingar.
Hönnunarvalkostir
Stilltu valkosti fyrir forritaþróun. Til dæmis er hægt sýna
örgjörvanotkun á skjá símans og sýna sjónræna svörun
við snertingu. Einnig má stilla símann svo hann fari í
kembistillingu þegar USB er tengt.
Um símann
Skoðaðu upplýsingar um símann, s.s. tegundarnúmer,
útgáfu fastbúnaðar, símanúmer og samband. Einnig er
hægt að uppfæra hugbúnaðinn.