Sony Xperia E - Margir gluggar

background image

Margir gluggar

Vafrinn getur haft allt að 16 glugga opna í einu. Til dæmis er hægt að opna tölvupóst í

einum glugga og lesa fréttir í öðrum. Auðveldlega er hægt að skipta á milli glugga. Ef

þú vilt njóta meiri friðhelgi á vafri þínu um vefinn geturðu notað huliðsflipa til að opna

glugga sem vistar engar persónulegar upplýsingar eða fótspor á meðan þú tengist í

gegnum hann.

Til að opna nýjan vafraglugga

1

Með vafrann opinn flettirðu niður eftir skjánum til að láta leitar- og

veffangsstikuna birtast.

2

Pikkaðu á við hliðina á leitar- og veffangsstikunni og pikkaðu svo á .

Til að opna huliðsglugga

1

Með vafrann opinn flettirðu niður eftir skjánum til að láta leitar- og

veffangsstikuna birtast.

2

Pikkaðu á við hliðina á leitar- og veffangsstikunni.

3

Ýttu á og pikkaðu svo á Nýr huliðsflipi.

Til að opna tengil í nýjum vafraglugga

1

Halda inni tengli inni þangað til valmynd birtist.

2

Pikkaðu á Opna í nýjum flipa.

Til að skipta á milli vafraglugga

1

Með vafrann opinn flettirðu niður eftir skjánum til að láta leitar- og

veffangsstikuna birtast.

2

Pikkaðu á við hliðina á leitar- og veffangsstikunni.

3

Flettu upp og niður til að fletta í gegnum lista yfir opna glugga.

4

Pikkaðu á gluggann sem þú vilt skipta í.