
Vefsíðufletting
Til að velja tengil
•
Til að velja tengil á vefsíðu pikkarðu á tengilinn. Tengillinn litast og vefsíðan
byrjar að hlaðast þegar þú sleppir fingrinum.
Ef þú velur óvart tengil geturðu dregið fingurinn af honum áður en þú sleppir honum til að
hætta við að velja tengilinn.
79
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

Til að fara í síðuna á undan við skoðun
•
Ýttu á .
Til að auka eða minnka aðdrátt á vefsíðu
Notaðu eina af eftirfarandi aðferðum til að auka eða minnka aðdrátt á vefsíðu:
•
Tvípikkaðu til að auka aðdrátt á vefsíðu eða tvípikkaðu aftur til að minnka
aðdrátt.
•
Snertu hluta síðunnar með tveimur fingrum samtímis og glenntu þá í sundur til
að auka aðdrátt eða klíptu þá saman til að minnka aðdrátt.
Opin vefsíða endurhlaðin
•
Ýttu á og pikkaðu svo á Uppfæra.
Til að vista vefsíðu til skoðunar án nettenginar
1
Þegar vefsíðan hefur hlaðist ýtirðu á .
2
Pikkaðu á Vista og lesa án tengingar. Þér er þá beint á flipann Vistaðar síður
þar sem þú getur skoðað allar vistaðar vefsíður.
Ef minniskortið er ekki tiltækt er ekki hægt að vista vefsíðuna.
Til að skoða vefsíðu sem hefur verið vistuð
1
Með vafrann opinn flettirðu niður eftir skjánum til að láta leitar- og
veffangsstikuna birtast.
2
Pikkaðu á við hliðina á leitar- og veffangsstikunni.
3
Pikkaðu á og pikkaðu svo á flipann Vistaðar síður.
4
Finndu og veldu vefsíðu sem þú vilt skoða.
Til að hlaða lifandi útgáfu af vefsíðu án nettengingar
1
Með vefsíðu án nettengingar opna ýtirðu á .
2
Pikkaðu á Fara í beina.
Til að biðja um tölvuútgáfu af vefsíðu
1
Ýttu á á meðan þú ert á vefsíðunni.
2
Pikkaðu á Biðja um borðtölvusíðu.
Þegar þú hefur valið að skoða tölvuútgáfu af vefsíðu í glugga verða þær vefsíður sem þú
skoðar síðar í sama glugga einnig í tölvuútgáfu. Pikkaðu aftur á Biðja um borðtölvusíðu til að
breyta stillingunni aftur.
Til að deila tengli á núgildandi vefsíðu
1
Ýttu á þegar þú ert í vafranum.
2
Pikkaðu á Samnýta síðu.
3
Veldu tiltæka flutningsaðferð og fylgdu leiðbeiningunum á skjánum.
Til að loka vafraglugga
1
Með vafrann opinn ýtirðu niður eftir skjánum til að láta leitar- og veffangsstikuna
birtast.
2
Pikkaðu á við hliðina á leitar- og veffangsstikunni. Listi yfir opna glugga birtist.
3
Pikkaðu á í glugganum sem þú vilt loka eða ýttu glugganum út af skjánum til
vinstri eða hægri til að loka honum.